Verndarsvið vörumerkjaskráninga

Posted by & filed under Vörumerki: Í brennidepli.

Valborg Kjartansdóttir | Í vörumerkjaskrá eru nú á milli 50 og 60 þúsund vörumerkjaskráningar sem hafa verið birtar opinberlega. Skráningarnar stofna vörumerkjarétt skv. vörumerkjalögum og þar sem samkeppnisaðilum er ætlað að virða þann rétt eru ákvarðanir teknar daglega á grundvelli þess sem skráin hefur að geyma. Eigendur vörumerkja og atvinnulífið þurfa samræmi og fyrirsjáanleika í skráningarframkvæmd til að auðvelda slíkar ákvarðanir.